Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. nóvember 2021 18:01
Victor Pálsson
Van der Vaart um Messi: Skammastu þín aldrei?
Mynd: EPA
Raphael van der Vaart, fyrrum landsliðsmaður Hollands, gagnrýndi Lionel Messi harkalega eftir leik Paris Saint-Germain og Manchester City í vikunni.

Messi átti alls ekki sinn besta leik í 2-1 tapi gegn þeim ensku og nennti þá lítið að sinna varnarvinnunni á eigin vallarhelmingi.

Van der Vaart virðist vera kominn með nóg af Argentínumanninum í treyju PSG og segir hann latan þegar kemur að því að hjálpa liðsfélögum.

Van der Vaart spyr sig hvort Messi skammist sín aldrei og segir þetta hafa byrjað undir stjórn Ronald Koeman hjá Barcelona. Messi yfirgaf Börsunga í sumar og samdi við PSG.

„Hann á það til að labba hér og þar á vellinum og ég hugsa með mér: 'skammastu þín aldrei?' sagði fyrrum miðjumaðurinn í samtali við Ziggo Sports.

„Ég er að verða reiður út í Messi og það er hundleiðinlegt því svona leikmaður mun aldrei fæðast aftur."

„Þetta byrjaði hjá Ronald Koeman hjá Barcelona. Þar neitaði hann að leggja sig fram og það er ekki rétt fyrir leikmann eins og Messi."

Athugasemdir
banner
banner
banner