Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   sun 26. nóvember 2023 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Rashford skoraði af vítapunktinum - Spjaldaði Martial fyrir dýfu en VAR breytti ákvörðuninni
Marcus Rashford skoraði af punktinum
Marcus Rashford skoraði af punktinum
Mynd: EPA
Marcus Rashford var að tvöfalda forystu Manchester United gegn Everton á Goodison Park.

Anthony Martial féll í teignum eftir viðskipti sín við Ashley Young, en John Brooks, dómari leiksins, gaf Martial gula spjaldið fyrir dýfu áður en hann var beðinn um að skoða atvikið betur.

Í endursýningu sést Young fara í Martial. VAR tók fram fyrir hendur Brooks og var því gula spjaldið tekið til baka og vítaspyrna dæmd.

Rashford skoraði með því að setja boltann hátt og á mitt markið. Staðan 2-0.

Sjáðu vítaspyrnudóminn og markið hér

Manchester United fer upp í 6. sæti deildarinnar með sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner