Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 14:04
Elvar Geir Magnússon
Finnur og Heiðar Máni í FH (Staðfest)
Finnur Orri og Heiðar Máni.
Finnur Orri og Heiðar Máni.
Mynd: Fótbolti.net - Steinke
Finnur Orri Margeirsson hefur verið staðfestur sem nýr leikmaður FH en nú stendur yfir fréttamannafundur í Kaplakrika. Við sama tilefni tilkynnti FH einnig um samning við markvörðinn unga Heiðar Mána Hermannsson.

Heiðar er sextán ára gamall og kemur frá Fylki. Hann er 1,94 m á hæð og hefur leikið þrjá U17 landsleiki fyrir Ísland. Hann skrifar undir samning út 2024.

Finnur Orri verður 31 árs í mars en hann getur bæði spilað sem miðjumaður og einnig leyst stöðu miðvarðar. Hann er uppalinn Bliki en hefur einnig leikið með KR hér á Íslandi.

Finnur kemur frá Breiðabliki og gerir samning við FH út 2023. Hann gekk aftur í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og kom við sögu í átján deildarleikjum.

Þetta er í annað sinn sem Finnur Orri er tilkynntur sem leikmaður FH, áður kom hann 2014 en var mjög stutt hjá félaginu því hann hélt skömmu síðar til Lilleström í Noregi án þess að spila fyrir Fimleikafélagið.

Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, er í Kaplakrika og viðtal við Finn er væntanlegt á síðuna síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner