Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dorgu búinn að samþykkja samning hjá Man Utd
Mynd: EPA
Bakvörðurinn ungi Patrick Dorgu er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samning hjá Manchester United.

Man Utd er að reyna að kaupa hann frá Lecce en Dorgu er 19 ára gamall Dani sem þykir gríðarlega efnilegur.

Rauðu djöflarnir eru í leit að vinstri vængbakverði og virðist Dorgu vera tilvalinn fyrir stöðuna.

Eina vandamálið virðist vera verðmiðinn, þar sem Lecce vill fá 40 milljónir evra fyrir leikmanninn. Man Utd gæti þó endað á að fallast á þau kjör, en síðasta tilboð félagsins er talið hafa hljóðað upp á 35 milljónir með inniföldum aukagreiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner