Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen að krækja í Buendía - Hættir við McAtee
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru að ganga frá samkomulagi við Aston Villa um að fá Emiliano Buendía á lánssamningi út tímabilið með kaupmöguleika sem hljóðar upp á 20 milljónir evra.

Þetta þýðir að þeir munu hætta við að fá James McAtee frá Englandsmeisturum Manchester City, eins og greint var frá fyrr í dag.

Sky í Þýskalandi greinir frá þessum fregnum. Þar segir að viðræður Leverkusen við Aston Villa og Buendía séu á lokametrunum.

Buendía er 28 ára gamall sóknartengiliður með eitt og hálft ár eftir af samningi hjá Aston Villa, þar sem hann er ekki með sæti í byrjunarliðinu undir stjórn Unai Emery.

Leverkusen er í leit að leikmanni til að fylla í skarðið fyrir Martin Terrier sem er frá út tímabilið.

Buendía hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Aston Villa um eitt ár til að komast út á lánssamningi. Nýr samningur hans gildir því í tvö og hálft ár, eða út júní 2027.

Buendía á einn A-landsleik að baki fyrir Argentínu og var lykilmaður í liði Norwich City áður en hann var fenginn yfir til Aston Villa sumarið 2021. Villa borgaði um 35 milljónir fyrir leikmanninn sem var metfé fyrir félagið tíma.

Buendía er enn í dag dýrasti leikmaður sem Norwich hefur selt, á undan Ben Godfrey og James Maddison.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner