Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 10:37
Elvar Geir Magnússon
Háværari raddir um að aflýsa tímabilinu á Englandi
Úrvalsdeildardómarinn Anthony Taylor heldur sér í formi á meðan keppni liggur niðri.
Úrvalsdeildardómarinn Anthony Taylor heldur sér í formi á meðan keppni liggur niðri.
Mynd: Getty Images
Þeim félögum sem telja best að aflýsa yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni fer fjölgandi. Þetta segir The Athletic.

Ensku félögin höfðu áður komist að samkomulagi um að gera allt til að klára tímabilið en sagt er að þeim félögum sem telji nú best að hætta keppni sé að fjölga.

Sagt er að valdamiklir menn í enskum fótbolta telji að það sé „ekkert pláss fyrir íþróttir" í samfélaginu sem stendur.

Liverpool er með 25 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og vantaði bara tvo sigurleiki til að innsigla fyrsta Englandsmeistaratitil sinn síðan 1990. Titillinn í ár er í hættu vegna heimsfaraldursins.

„Kórónaveirufaraldurinn mun verða verri hérna á Bretlandseyjum. Svo þetta snýst ekki um að leikmenn geti farið að æfa aftur. Ef við höldum okkur heima í einangrun næstu 2-3 mánuði þá munum við komast í gegnum þetta," hefur The Athletic eftir ónafngreindum fulltrúa úrvalsdeildarfélags.

Hann segir að talsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hljómi eins og frekir krakkar og réttast í stöðunni væri að aflýsa tímabilinu. Næsti fundur ensku úrvalsdeildarinnar er áætlaður 3. apríl.
Athugasemdir
banner
banner