Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michel Hidalgo látinn
Michel Hidalgo.
Michel Hidalgo.
Mynd: Getty Images
Michel Hi­dal­go, fyrrum landsliðsþjálfari Frakklands, er látinn 87 ára að aldri. Hidalgo er mikil goðsögn í franskri knattspyrnu, en hann stýrði landsliðinu til sigurs á EM 1984.

Hidalgo hafði glímt við veikindi í mörg ár og lést hann af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Marseille.

Evrópumótið 1984 var fyrsta stórmótið sem franska landsliðið vann. Síðan þá hefur franska landsliðið unnið EM einu sinni, árið 2000, og HM tvisvar, 1998 og 2018.

Hidalgo stýrði franska landsliðinu frá 1976 til 1984 og var hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá franska sambandinu frá 1982 til 1986.

„Fótboltinn okkar syrgir. Michel Hidalgo er eitt stærsta nafnið í frönskum fótbolta," sagði Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner