Liverpool er Englandsmeistari (Staðfest) eftir 5-1 sigur gegn Tottenham. Það verður partí í Liverpool-borg næstu vikurnar. Troy Deeney sér um að velja lið vikunnar fyrir BBC.
Markvörður: Robert Sanchez (Chelsea) - Hefur verið dapur á tímabilinu og talað um að Chelsea sé líklegt til að skipta um markvörð. En í 1-0 sigrinum gegn Everton var hann virkilega góður og átti mikilvægar vörslur.
Varnarmaður: Kieran Trippier (Newcastle) - Átti frábærar stoðsendingar og var að öllu leyti virkilega góður í 3-0 sigri gegn Ipswich. Nýtti reynslu sína til að hjálpa Newcastle að klára dæmið.
Varnarmaður: Carlos Baleba (Brighton) - Stór og kraftmikill. Skoraði dramatískt sigurmark á frábæran hátt gegn West Ham. Er bara 21 árs og mörg augu á honum.
Varnarmaður: Dan Burn (Newcastle) - Töframaðurinn í Newcastle. Hélt Liam Delap í skefjum og skilaði marki að auki.
Varnarmaður: Rayan Ait-Nouri (Wolves) - Er á flugi upp og niður vænginn. Er að sýna sig fyrir áhugasömum félögum. Átti flotta stoðsendingu í 3-0 sigrinum gegn Leicester.
Miðjumaður: Alexis Mac Allister (Liverpool) - Stöðugasti miðjumaður meistaraliðsins í gegnum tímabilið. Skoraði gegn Tottenham en það sem stóð upp úr var öflug og heilsteypt frammistaða í gegnum allan leikinn.
Miðjumaður: Yasin Ayari (Brighton) - Svíinn ungi átti mjög góðan leik gegn West Ham en aðalmálið er glæsilegt mark hans þar sem hann sýndi tækni sína og hæfileika.
Miðjumaður: Matheus Cunha (Wolves) - Mig skortir lýsingarorð til að hrósa honum. Skoraði eitt og lagði upp tvö. Virðist á förum frá Wolves en er með hausinn rétt skrúfaðan á í augnablikinu.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Skoraði og fagnaði titlinum með því að taka 'sjálfu' fyrir framan Kop stúkuna.
Sóknarmaður: Antoine Semenyo (Bournemouth) - Ég er svo hrifinn í hvert sinn sem ég horfi á hann spila. Skoraði gegn Manchester United, félagi sem hlýtur að vera að horfa til hans.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Skoraði eitt mark en þau hefðu hæglega getað verið fjögur.
Athugasemdir