Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra María velur draumaliðið sitt
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Mynd: Mirko Kappes
Tvær og hálf vika er í að keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefjist og búið er að opna fyrir skráningar í Draumaliðsdeild 50 Skills.

Sandra María Jessen, leikmaður Bayer Leverkusen, valdi draumaliðið sitt og útskýrir hún val sitt hér að neðan.

„Það var ekki auðvelt að velja draumaliðið mitt þetta árið, en þetta var niðurstaðan:

„Í markið valdi ég ungan og efnilegan markmann, Auði, sem á eftir að koma á óvart og eiga góðar vörslur í sumar."

„Í vörninni stilli ég upp þremur varnamönnum sem eru líklegir til að spila vel og safna mikið af stigum í sumar. Hallbera og Áslaug Munda eru leikmenn sem taka mikið þátt í sóknarleik liðanna og eiga eftir að eiga slatta af stoðsendingum. Síðan hef ég drottningu Árbæjarins þeim við hlið, Berglindi Rós, sem á eftir að stjórna Fylkisstelpunum eins og kóngur í ríki sínu."

„Á miðjunni hef ég þrjá leikmenn sem eru allar miklar vinnuvélar. Heiða Ragney á eftir að spila stórt hlutverk fyrir mitt lið fyrir norðan og síðan eru Dagný og Hildur Antons duglegar að koma sér inn í box og skora nokkur mörk. Þær eru svo allar sterkar í föstum leikatriðum og munu skila inn stigum þar."

„Í fremstu viglínu hef ég markamaskínuna úr Val, Elínu Mettu, en hún er alltaf líkleg til skapa marktækifæri og er ekki verri í slúttinu. Henni við hlið hef ég Katrínu Ásbjörns sem á eftir að koma sterk til baka eftir barnsburð og vera mikilvægur hlekkur í sterku liði KR. Með þeim stilli ég upp Huldu Ósk sem er alltaf óútreiknanleg og líkleg til að valda usla hjá varnarmönnum andstæðinganna. Síðast en ekki síst er Agla María í mínu byrjunarliði, en hún er leikmaður sem skilar alltaf sínu dagsverki vel og hefur alla burði til þess að eiga frábært tímabil,"
segir Sandra.

Smelltu hér til að taka þátt.

Sjá einnig:
Kristjana velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner