Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. maí 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Kristjana velur draumaliðið sitt
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Tvær og hálf vika er í að keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefjist og búið er að opna fyrir skráningar í Draumaliðsdeild 50 Skills.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, er búin að skrá sitt lið til leiks.

„Liðið mitt: Fínar FC – mjög fínt lið hjá mér nefnilega," sagði Kristjana.

„Ég set Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í markið. Þetta er landsliðsmarkvörður framtíðarinnar. Hávaxin og örugg og fékk rosalega góða reynslu með Fylki síðasta sumar."

„Vörnin er reynslumikil og lokar bara almennilega. Svo er Anna Björk búin að vera í umræðunni hún getur ekki beðið eftir því að byrja þetta sumar með Selfyssingum. Sísí Lára, Hlín, Karólína og Jasmín eru svo grjótharðar á miðjunni og ég treysti á að þær skili góðu verki. Ennþá ungar en komnar með mjög miklar reynslu."

„Ég bind miklar vonir við Sveindísi Jane í framlínunni, klárlega einn mest spennandi leikmaður deildarinnar. Það þarf svo ekkert að fjölyrða um Elínu Mettu, hún skorar þegar hún nennir því. Og vá hvað hún á eftir að nenna því loksins þegar boltinn fær að byrja."


Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild 50 Skills
Athugasemdir
banner
banner