mán 27. maí 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Stökk upp á markið eins og klifurköttur svo leikur gæti hafist
Vignir Snær í viðgerðum.
Vignir Snær í viðgerðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í óveðrinu á föstudaginn var ákveðið að færa leik Stjörnunnar og Fylkis í Bestu-deild kvenna inn í fótboltahúsið Miðgarð í Garðabænum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

Rétt í þann mund sem leikur átti að hefjast varð ljóst að það yrði einhver töf því Ronnarong Wongmahadthai aðstoðardómari gerði athugasemd við annað markið. Það var of stórt gat!

Þarna hefðu einhverjir búist við að töfin gæti orðið nokkur meðan leitað yrði að stiga og vallarstarfsmanni til að laga markið en það var þó ekki.

Vignir Snær Stefánsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar er ótrúlega lipur og klifraði upp í markið eins og klifurköttur og lagaði málið á nokkrum sekúndum. Aðfarirnar má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner