Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 27. maí 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino
Powerade
Ederson markvörður Manchester City.
Ederson markvörður Manchester City.
Mynd: EPA
Verður Thomas Frank næsti stjóri Man Utd?
Verður Thomas Frank næsti stjóri Man Utd?
Mynd: Getty Images
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: EPA
Gleðilegan mánudag og velkomin í slúðrið. Félag í Sádi-Arabíu er með Ederson, markvörð Manchester City, á radarnum hjá sér og stjóramál Manchester United eru áfram til umræðu.

Ederson (30) markvörður Manchester City er á óskalista Al-Ittihad í Sádi-Arabíu og félagið er tilbúið að koma með fyrsta boð upp á 25 milljónir punda í Brasilíumanninn. (Mail)

Búist er við því að Pep Guardiola láti af störfum hjá Manchester City eftir næsta tímabil. (Mail)

Arsenal hefur áhuga á vængmanninum Desire Doue (18) hjá Rennes og er tilbúið að keppa við Tottenham og fleiri félög um undirskrift hans. (Mirror)

Manchester United hefur rætt við umboðsmenn Thomas Frank stjóra Brentford og Mauricio Pochettino fyrrum stjóra Chelsea. Miklar líkur eru taldar á því að Erik ten Hag verði rekinn. (Telegraph)

Ef United ræður Pochettino mun hann reyna að fá miðjumanninn Conor Gallager og varnarmanninn Trevoh Chalobah með sér frá Chelsea. (Football Insider)

Frank hefur fundað með Chelsea, sem er í stjóraleit eftir að hafa kvatt Pochettino. (Christian Falk)

Roberto De Zerbi fyrrum stjóri Brighton er fjórða nafnið á blaði Chelsea. Frank, Enzo Maresca stjóri Leicester og Kieran McKenna stjóri Ipswich eru hin nöfnin. (Mail)

Maresca, stjóri Leicester, hefur hafnað Sevilla þar sem hann vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Hann bíður eftir að heyra aftur í Chelsea eftir að hafa fundað með félaginu. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur áhuga á táningnum Igor Tyjon (16) hjá Blackburn en félagið er að skoða fjölmarga táninga. (Sun)

Sol Sidibe (17) miðjumaður Stoke er á óskalistum Chelsea, AC Milan og Mónakó eftir að hafa vakið athygli með aðalliðinu. (Mail)

Manchester United ætlar að bíða þar til eftir sumargluggann með það að gera endurbættan samning við enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (19). (Telegaph)

Aston Villa hefur gert tveggja ára samning við enska miðjumanninn Ross Barkley (30), með möguleika á ári til viðbótar. Hann getur yfirgefið Luton Town eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni. (Football Insider)

Chadi Riad (20) varnarmaður Real Betis er á leið til Englands þar sem hann fer í læknisskoðun hjá Crystal Palace sem mun kaupa hann á 12,7 milljónir punda. (Mail)

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat (27) segir að hann muni ræða við Manchester United um framtíð sína. United er með möguleika á að fá lánsmanninn frá Fiorentina alfarið. (Ziggo Sport)

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg (18) mun væntanlega yfirgfa Tottenham í leit að meiri spiltíma. (Football Insider)

Fulham hefur gert 8 milljóna evra tilboð í Silas (25) sóknarmann Stuttgart en samtalið milli félaganna er virkt. (CaughtOffside)

Þýsku meistararnir í Bayer Leverkusen eru nálægt því að fá spænska miðjumanninn Aleix Garcia (26) frá Girona fyrir um 12-16 milljónir punda. (Sky Sports Þýskalandi)

Burnley er að skoða mögulega stjóra í stað Vincent Kompany sem er nálægt því að fara til Bayern München. Frank Lampard fyrrum stjóri Chelsea og Steve Cooper fyrrum stjóri Nottingham Forest eru meðal nafna á blaði. (Patreon)

Norwich City ætlar að gera formlegt tilboð í Johannes Hoff Thorup (35) stjóra Nordsjælland og vill fá hann sem nýjan stjóra. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner