Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 27. júní 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jesus flýgur til London í vikunni - Sterling næstur út
Mynd: EPA

Gabriel Jesus flýgur til London í vikunni til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við Arsenal.


Arsenal borgar 45 milljónir punda fyrir Jesus sem skrifar undir fimm ára samning við félagið.

Jesus kemur úr röðum Manchester City og er annað stórt nafn á leið burt frá Englandsmeisturunum. Stjórnendur City eru byrjaðir að einbeita sér að viðræðum við Chelsea varðandi kaup á Raheem Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningnum.

City vildi 60 milljónir fyrir Sterling en er núna búið að lækka verðmiðann niður í 45 milljónir.

Jesus á einnig eitt ár eftir af samningnum við City.


Athugasemdir
banner