Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2022 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til að De Jong fari í mál við Barcelona
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Barcelona er búið að kaupa leikmenn fyrir mikinn pening í sumar, þar á meðal Robert Lewandowski.
Barcelona er búið að kaupa leikmenn fyrir mikinn pening í sumar, þar á meðal Robert Lewandowski.
Mynd: EPA
Eins og fjallað hefur verið um, þá er Barcelona í miklu fjárhættuspili þessa stundina.

Barcelona hefur eytt um 100 milljónum punda í sumar í Raphinha frá Leeds og Robert Lewandowski frá Bayern München og er að eltast við dýrar stjörnur á borð við Jules Kounde hjá Sevilla og Bernardo Silva hjá Manchester City.

Félagið skuldar um milljarð punda en er samt búið að finna leiðir til þess að bæta við leikmönnum í sinn hóp.

Barcelona er að eyða miklum fjárhæðum í leikmenn en á sama tíma skuldar félagið leikmönnum sem voru fyrir hjá Katalóníustórveldinu háar fjárhæðir í laun. Miðjumaðurinn Frenkie de Jong er á meðal þeirra sem á inni laun hjá félaginu; hann er sagður eiga 17 milljónir evra inni í ógreidd laun.

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum fótboltamaður, segir að De Jong eigi að fara í mál við Börsunga, hann geti ekki látið koma svona fram við sig.

„Félag sem eyðir stórum fjárhæðum í nýja leikmenn á meðan það borgar ekki þeim leikmönnum sem eru á samningi, það er siðlaust og brot á samningi. Leikmannasamtökin eiga að taka á einelti sem þessu," skrifar Neville á Twitter.

Fer De Jong frá Barcelona?
De Jong hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar. Xavi, þjálfari Barcelona, vill halda honum en í ljósi þess að Barcelona hefur Pedri og Gavi þá er De Jong ekki með öruggt byrjunarliðssæti og því falur fyrir rétta upphæð.

Það að Barcelona skuldi honum stóra upphæð flækir málin verulega því það þarf að nást samkomulag um þennan pening ef hann fer annað. Barcelona hefur einbeitt sér að því að kaupa nýja leikmenn í staðinn fyrir að borga þeim sem eru fyrir hjá félaginu. Samkvæmt Telegraaf í Hollandi þá ætlar De Jong ekki að fara fyrr en hann fær peninginn sem hann á inni hjá félaginu.

Það og sú staðreynd að De Jong vill helst spila í Meistaradeildinni gera það erfiðara fyrir Manchester United að geta keypt hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner