Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júlí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tindastóll fékk Rakel og Melissu Garcia fyrir gluggalok (Staðfest)
Mynd: Tindastóll
Melissa Alison Garcia lék sinn fyrsta leik með Tindastóli í gær þegar hún lék seinni hálfleikinn í toppslag á móti HK í Lengjudeild kvenna.

Melissa fékk leikheimild með Tindastóli í gær en hún kemur frá Bandaríkjunum. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi því hún lék fjóra leiki með Haukum tímabilið 2020. Leikirnir urðu ekki fleiri vegna krossbandsslita.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Tindastóll

Hún er fædd árið 1991 í Bandaríkjunum og er einnig með ríkisborgararétt í Lúxemborg.

Melissa lék síðast með Preston Lions í næst efstu deild í Ástralíu og þar áður með KFF Vllaznia í Albaníu sem leikur þar í efstu deild og spilaði hún meðal annars með þeim í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið komst í aðra umferð.

„Melissa er reynslubolti sem kemur í okkar hóp með mikinn kraft og reynslu. Melissa er sóknarþenkjandi leikmaður sem getur þó spilað margar stöður á vellinum. Hún mun gefa okkur enn meiri dýpt og gæði í hópinn okkar fyrir þann hluta mótsins sem eftir er. Við væntum mikils af Melissu og ég vænti þess að allir taki vel á móti henni eins og við höfum alltaf gert,” sagði Donni um Melissu.

Melissa var ekki eini leikmaðurinn sem Tindastóll fékk undir lok gluggans því Rakel Sjöfn Stefánsdóttir kom til félagsins á láni frá Þór/KA. Rakel er fædd árið 2000 kom við sögu í sex leikjum með Þór/KA í Bestu deildinni fyrri hluta tímabilsins.

Hún þekkir vel til á Sauðárkróki því hún lék tíu leiki með Tindastóli seinni hluta sumarsins 2020 og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner