Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. september 2022 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð inn í klefa eftir leik: Svona verða lið til
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason er mættur aftur í landsliðið en hann lék báða leikina í verkefninu sem var að klárast.

Alfreð var hluti af liðinu sem komst bæði á EM og HM, en núna er hann mættur aftur eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla.

Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli gegn Albaníu á útivelli þrátt fyrir að vera manni færri frá tíundu mínútu. Jöfnunarmarkið kom í blálokin en Ísland sýndi mikinn karakter í þessum leik og sýndi jafnframt mikla liðsheild.

Í útsendingu Viaplay frá leiknum kom fram að Alfreð hefði látið skemmtileg ummæli falla í klefanum eftir leik.

„Svona verða lið til," á Alfreð að hafa sagt í klefanum eftir leik en Hörður Magnússon sagði frá þessu í útsendingunni.

Miklar breytingar hafa verið á íslenska landsliðinu síðasta ár og er nýtt lið í uppbyggingu.

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, var sammála Alfreð. Liðsheildin sást í kvöld. „Menn eru að leggja sig 100 prósent fram. Ég er sammála því," sagði Kári og bætti við: „Hann henti heldur betur í klisju inn í klefa."
Athugasemdir
banner
banner
banner