Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 21:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Atletico og Real komu til baka - Liverpool og City unnu
Joao Felix fagnar með liðsfélögum sínum.
Joao Felix fagnar með liðsfélögum sínum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
De Bruyne var fyrirliði
De Bruyne var fyrirliði
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var rétt í þessu að ljúka í Meistaradeild Evrópu. Við hefjum yfirferðina í A-riðli.

A-riðill: Fullt hús hjá Bayern - Atletico vann endurkomusigur
Bayern Munchen vann í Rússlandi fyrr í dag og Atletico Madrid, sem fyrir fram var talið aðal samkeppnisaðili Bayern, mætti Salzburg á heimavelli. Atletico komst yfir í leiknum en austurríska liðið sneri taflinu við með tveimur mörkum sitthvoru megin við hálfleikinn.

Joao Felix bjargaði Atletico með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Hann jafnaði á 52. mínútu og skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Nauðsynlegur sigur Atletico staðreynd.

B-riðill: Shakhtar á toppnum - Real í vandræðum
Það var jafntefli í Úkraínu þegar Shakhtar fékk Inter í heimsókn fyrr í dag. Í Þýskalandi tók Gladbach á móti Real Madrid. Marcus Thuram kom Gladbach mjög óvænt í 2-0 og varð fyrsti Frakkinn til að skora tvö mörk gegn Real í sextán ár. Frakkinn Karim Benzema minnkaði muninn á 87. mínútu og Casemiro jafnaði svo leikinn eftir skallasendingu frá Sergio Ramos, dramatík. Eden Hazard kom inn á í leiknum eftir fjarveru vegna meiðsla.

Real tapaði gegn Shakhtar í fyrstu umferðinni og var því að fá sitt fyrsta stig í keppninni. Gladbach fékk kjörið tækifæri í lokin en skelfileg ákvörðunartaka varð til þess að liðið tókst ekki að skora.

C-riðill: City á skriði
Ferran Torres skoraði annan leikinn í röð fyrir Manchester City þegar liðið mætti Marseille á útivelli í kvöld. Ilkay Gundogan og Raheem Sterling skoruðu einnig fyrir City sem byrjar á tveimur sigurm. Porto vann gegn Olympiakos í hinum leik riðilsins.

D-riðill: Liverpool hafði betur - Fjögurra marka jafntefli
Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í dag. Diogo Jota skoraði fyrra mark leiksins á 55. mínútu. Það var tíuþúsundasta mark Liverpool í sögu félagsins. Mo Salah skoraði svo annað markið úr vítaspyrnu þegar stutt var eftir.

Í Bergamo gerðu loks Atalanta og Ajax 2-2 jafntefli. Duvan Zapata skoraði bæði mörk Atalanta eftir að Dusan Tadic og Lassina Traore komu Ajax í 0-2. Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Önnur úrslit:
Bayern slapp með skrekkinn í Moskvu - Shakhtar byrjar vel

Atletico Madrid 3 - 2 Salzburg
1-0 Marcos Llorente ('29 )
1-1 Dominik Szoboszlai ('40 )
1-2 Mergim Berisha ('47 )
2-2 Joao Felix ('52 )
3-2 Joao Felix ('85 )

Borussia M. 2 - 2 Real Madrid
1-0 Marcus Thuram ('33 )
2-0 Marcus Thuram ('58 )
2-1 Karim Benzema ('87 )
2-2 Casemiro ('90 )

Porto 2 - 0 Olympiakos
1-0 Fabio Vieira ('11 )
2-0 Sergio Oliveira ('85 )

Marseille 0 - 3 Manchester City
0-1 Ferran Torres ('18 )
0-2 Ilkay Gundogan ('76 )
0-3 Raheem Sterling ('81 )

Liverpool 2 - 0 Midtjylland
1-0 Diogo Jota ('55 )
2-0 Mohamed Salah ('90 , víti)

Atalanta 2 - 2 Ajax
0-1 Dusan Tadic ('30 , víti)
0-2 Lassina Traore ('38 )
1-2 Duvan Zapata ('54 )
2-2 Duvan Zapata ('60 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner