Rúnar Kristinsson verður áfram þjálfari Fram en þetta staðfesti hann eftir tap gegn KA í lokaumferðinni í gær. Hann segir að slúðursögur um að hann muni taka við Val séu uppspuni.
„Ég skrifaði undir þriggja ára samning og er búinn með eitt ár. Það hefur ekki staðið til að ég væri að fara eitt né neitt. Það voru sögusagnir sem eru rangar," segir Rúnar í samtali við mbl.is.
„Við erum komnir á fullt í það að finna leikmenn fyrir næsta tímabil og reyna að styrkja hópinn og hreinsa út hér til að búa til meiri samkeppni."
„Ég skrifaði undir þriggja ára samning og er búinn með eitt ár. Það hefur ekki staðið til að ég væri að fara eitt né neitt. Það voru sögusagnir sem eru rangar," segir Rúnar í samtali við mbl.is.
„Við erum komnir á fullt í það að finna leikmenn fyrir næsta tímabil og reyna að styrkja hópinn og hreinsa út hér til að búa til meiri samkeppni."
Túfa, Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals sagði þá við Fótbolta.net í gær að það væri klárt að hann yrði áfram með liðið. Vangaveltur hafa verið í gangi um þjálfaraskipti á Hlíðarenda.
„Ég verð áfram með liðið, það er klárt mál.“ sagði Túfa eftir að Valur innsiglaði Evrópusæti með því að vinna ÍA örugglega 6-1 í gær.
Rúnar óánægður með fyrirkomulagið
Rúnar hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að hann er ekki hrifinn af fyrirkomulagi Bestu deildarinnar þar sem deildinni er skipt í tvennt eftir 22 umferðir.
„Ég vil hafa tíu liða deild, þrjár umferðir og 27 leiki. Ég vil að við keyrum þetta hraðar. Það er glatað að vera að bíða í tvær vikur í landsleikjahléi þegar það eru tveir leikir eftir. Ég skil að það er erfitt að koma þessu fyrir, en það þarf að setjast niður og finna leiðir," sagði Rúnar.
Fram lék mjög vel fyrri hluta mótsins en gaf rækilega eftir í lokin. Liðið lauk tímabilinu í 9. sæti og tapaði síðustu fjórum leikjum sínum.
Ætlar enginn að fara að segja bara: "Falin myndavél" með þennan seinni hluta Íslandsmótsins í fótbolta hjá Fram?
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 26, 2024
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 27 | 10 | 7 | 10 | 44 - 48 | -4 | 37 |
2. KR | 27 | 9 | 7 | 11 | 56 - 49 | +7 | 34 |
3. Fram | 27 | 8 | 6 | 13 | 38 - 49 | -11 | 30 |
4. Vestri | 27 | 6 | 7 | 14 | 32 - 53 | -21 | 25 |
5. HK | 27 | 7 | 4 | 16 | 34 - 71 | -37 | 25 |
6. Fylkir | 27 | 5 | 6 | 16 | 32 - 60 | -28 | 21 |
Athugasemdir