Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   sun 27. október 2024 11:54
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins ekki á förum frá Fram og Túfa segir klárt að hann verði áfram með Val
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, Túfa.
Srdjan Tufegdzic, Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson verður áfram þjálfari Fram en þetta staðfesti hann eftir tap gegn KA í lokaumferðinni í gær. Hann segir að slúðursögur um að hann muni taka við Val séu uppspuni.

„Ég skrifaði und­ir þriggja ára samn­ing og er bú­inn með eitt ár. Það hef­ur ekki staðið til að ég væri að fara eitt né neitt. Það voru sögu­sagn­ir sem eru rang­ar," segir Rúnar í samtali við mbl.is.

„Við erum komn­ir á fullt í það að finna leik­menn fyr­ir næsta tíma­bil og reyna að styrkja hóp­inn og hreinsa út hér til að búa til meiri sam­keppni."

Túfa, Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals sagði þá við Fótbolta.net í gær að það væri klárt að hann yrði áfram með liðið. Vangaveltur hafa verið í gangi um þjálfaraskipti á Hlíðarenda.

„Ég verð áfram með liðið, það er klárt mál.“ sagði Túfa eftir að Valur innsiglaði Evrópusæti með því að vinna ÍA örugglega 6-1 í gær.

Rúnar óánægður með fyrirkomulagið
Rúnar hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að hann er ekki hrifinn af fyrirkomulagi Bestu deildarinnar þar sem deildinni er skipt í tvennt eftir 22 umferðir.

„Ég vil hafa tíu liða deild, þrjár um­ferðir og 27 leiki. Ég vil að við keyr­um þetta hraðar. Það er glatað að vera að bíða í tvær vik­ur í lands­leikja­hléi þegar það eru tveir leik­ir eft­ir. Ég skil að það er erfitt að koma þessu fyr­ir, en það þarf að setj­ast niður og finna leiðir," sagði Rúnar.

Fram lék mjög vel fyrri hluta mótsins en gaf rækilega eftir í lokin. Liðið lauk tímabilinu í 9. sæti og tapaði síðustu fjórum leikjum sínum.


Erfitt sumar hjá Val - „Ég er ekki ánægður sjálfur heilt yfir“
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner