Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. nóvember 2021 09:00
Victor Pálsson
Newcastle þarf ekki á Alli að halda
Mynd: Getty Images
Newcastle þarf ekki á miðjumanninum Dele Alli að halda í janúar að sögn fyrrum enska landsliðsmannsins Ray Parlour.

Alli hefur verið orðaður við Newcastle undanfarnar vikur en nýir eigendur félagsins ætla að styrkja hópinn á næsta ári.

Alli hefur alls ekki náð flugi með Tottenham síðustu mánuði og gæti þurft nýtt lið til að komast í sitt besta form.

Að sögn Parlour þá verður það lið ekki Newcastle en Alli er ekki týpan af leikmanni sem félagið þarf á að halda.

„Þeir þurfa ekki á leikmönnum eins og honum að halda," sagði Parlour í samtali við TalkSport.

„Þeir þurfa leikmenn sem geta komið þeim úr þessari holu sem þeir eru í. Kannski á næsta tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner