Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   mán 27. nóvember 2023 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Býst við að Albert missi líka af næsta leik
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson var ekki með Genoa um helgina vegna meiðsla og býst Alberto Gilardino, þjálfari liðsins, ekki við honum fyrir næsta leik.

Sóknarmaðurinn hefur verið einn og ef ekki besti leikmaður Genoa á þessari leiktíð.

Albert er með fimm mörk í tólf deildarleikjum og þegar farinn að vekja áhuga stórliða.

Hann var ekki með gegn Frosinone um helgina og missir líklega af leiknum gegn Empoli næstu helgi.

„Varðandi Guðmundsson þá mun það taka aðeins lengri tíma. Við munum augljóslega meta stöðuna á honum líka,“ sagði Gilardino.

„Ég held að enginn af meiddu leikmönnunum verði klárir fyrir leikinn, en eins og ég sagði munum við taka einn dag í einu. Sjáum til hvaða fréttir við fáum frá læknisteyminu.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner