Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrifar 15 ára undir sinn fyrsta samning við KA
Elvar og Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir undirskriftina.
Elvar og Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir undirskriftina.
Mynd: KA
Elvar Máni Guðmundsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA.

Þessi drengur þykir mjög efnilegur en hann varð 15 ára á þriðjudaginn, sama dag og hann skrifaði undir samninginn. Hann fagnaði ekki bara afmælisdeginum með því að skrifa undir sinn fyrsta samning því hann lék einnig sinn fyrsta meistaraflokksleik er KA vann KF í Kjarnafæðismótinu.

Elvar skrifaði undir fjögurra ára samning en hann varð Íslandsmeistari með 4. flokk KA í sumar og fór meðal annars á reynslu hjá Midtjylland í Danmörku í nóvember árið 2019. Þá hefur hann verið í úrtökuhópum hjá U15 ára landsliði Íslands.

„Elvar kom inná í 6-0 sigri KA á KF í Kjarnafæðismótinu í gær og stóð sig með prýði og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast áfram með framvindu þessa öfluga kappa næstu árin," segir í tilkynningu KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner