Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 28. janúar 2023 14:45
Aksentije Milisic
Phil Jones ekki náð einni æfingu síðan Ten Hag tók við
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að Phil Jones hafi ekki náð að taka þátt í neinni æfingu síðan Hollendingurinn tók við liðinu í maí mánuði á síðasta ári.


Samningurinn hjá hinum þrítuga Phil Jones rennur út í sumar og búist er sterklega við því að þessi meiðslagjarni leikmaður fái ekki nýjan samning hjá United. Hann hefur aðeins spilað tvo byrjunarliðsleiki á síðustu þremur árum.

„Nei, við höfum ekki rætt um það,” sagði Ten Hag þegar hann var spurður út í samningsstöðu Jones.

„Sú ákvörðun verður tekin í sumar, hann hefur verið meiddur í allan vetur. Hann hefur ekki náð einni æfingu síðan ég tók við liðinu.”

Jones skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning árið 2019 og síðan þá hefur hann einungis spilað sextán leiki og tólf sinnum spilað heilar 90 mínúturnar.


Athugasemdir
banner
banner