Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. febrúar 2020 14:21
Magnús Már Einarsson
Ágúst Halls í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta hefur fengið sóknarmanninn Ágúst Frey Hallsson í sínar raðir en hann er kominn með leikheimild með liðinu.

Ágúst Freyr hefur æft með Gróttu að undanförnu en hann spilaði æfingaleik gegn Vængjum Júpíters á dögunum.

Ágúst Freyr spilaði síðast með ÍR en hann var markahæstur hjá liðinu á síðasta tímabili með átta mörk í 22 leikjum í 2. deild og þrjú mörk í Mjólkurbikarnum.

Fyrr á ferlinum spilaði hann með Víkingi R, Ægi, HK, Elliða og Leikni R.

Hinn 25 ára gamli Ágúst er fyrsti leikmaðurinn sem nýliðar Gróttu fá síðan þeir komust upp í Pepsi Max-deildina síðastliðið haust.

Grótta mætir Grindavík á heimavelli í Lengjubikarnum á morgun og Ágúst er löglegur fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner