Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mið 28. febrúar 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn á förum frá Kaupmannahöfn?
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson hefur ekki komið neitt við sögu í síðustu þremur leikjum FC Kaupmannahafnar og hefur hann ekki verið í hóp í síðustu deildarleikjum. Hann gæti verið á förum frá félaginu á næstu dögum eða vikum.

Það að hann sé ekki í hóp verður að teljast skrítið þar sem Orri hefur nýtt tækifæri sín vel og skorað átta mörk og lagt upp sex í 28 leikjum á tímabilinu. Hann er að skora mark á 152 mínútna fresti. Samt sem áður er Andreas Cornelius valinn í hóp frekar.

Cornelius, sem er þrítugur, er launahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur átt í miklum vandræðum með meiðsli síðustu ár. Cornelius hefur ekki skorað í dönsku úrvalsdeildinni frá því hann gekk aftur í raðir FCK árið 2022. Hann hefur spilað tæplega 900 mínútur án þess að skora. Síðasta mark hans fyrir FCK kom í danska bikarnum í september 2022.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er möguleiki á því að Orri muni yfirgefa FCK á næstu dögum eða þá í sumar. Félög í Noregi og Svíþjóð eru áhugasöm um hann.

Eitt þeirra félaga sem hefur verið nefnt er Rosenborg, stærsta félag Noregs. Félagið er í mikilli meiðslakrísu framarlega á vellinum og er Ísak Snær Þorvaldsson þar á meðal að glíma við meiðsli. Íslenski sóknarmaðurinn þekkir nýráðinn þjálfara Rosenborg, Alfred Johansson, en sá þjálfaði hann í unglingaliðunum í Kaupmannahöfn. Orri gæti verið kostur fyrir Rosenborg á láni fram á sumar.

Þá er faðir Orra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, að þjálfa Haugesund og gæti það verið annar kostur. Haugesund hefur ekki fjármagnið í að kaupa Orra en gæti fengið hann á láni. Gautaborg í Svíþjóð er þá sagt hafa áhuga á sóknarmanninum.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist en þessi 19 ára gamli sóknarmaður gerir en hann er væntanlega að horfa í það að Ísland spilar mikilvægan landsleik gegn Ísrael í umspili Evrópumótsins í næsta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner