Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. mars 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig nálgumst við lokaleikinn?
Icelandair
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag.
Mynd: Getty Images
Bjarki Steinn Bjarkason og Finnur Tómas Pálmason.
Bjarki Steinn Bjarkason og Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert Orri er aðeins 18 ára.
Róbert Orri er aðeins 18 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21 landsliðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópumótsins; 4-1 gegn Rússlandi og svo 2-0 gegn Danmörku í dag.

Lokaleikur liðsins er gegn ógnarsterku liði Frakklands á miðvikudag. Það ræðst á eftir hvort möguleikarnir fyrir þann leik á því að komast áfram verði einhverjir. Ef Rússland tekur stig gegn Frakklandi er Ísland staðfest úr leik.

Það myndaðist umræða hjá sérfræðingum RÚV eftir leikinn í dag hvort yngri strákarnir í hópnum myndu fá tækifæri í byrjunarliðinu gegn Frakklandi. Þá var verið að meina leikmenn sem væru gjaldgengir í næstu undankeppni sem hefst síðar á þessu ári, að þeir myndu fá meiri reynslu af stórmóti.

„Það væri geggjað ef hann myndi spila á liði sem er löglegt í næstu lokakeppni. Það væri frábært," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.

„Mun það skila sér í bestu úrslitunum? Ég þori ekki að segja til um það. Það gæti líka verið tvíeggja sverð. Hann hlýtur, í ljósi þess að möguleikarnir á að komast áfram eru litlir, að huga að það er undankeppni eftir þetta lokamót og nýtt lið sem þarf að móta. Það væri gaman að sjá hann gefa ungu mönnunum stærra hlutverk."

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari, var spurður út í þetta á blaðamannafundi og sagði hann: „Við vorum að klára þennan leik og þurfum að gera hann upp í fyrramálið. Svo tölum við um næsta leik þegar aðeins nær dregur."

Þeir strákar sem eru fæddir 1. janúar 2000 og síðar mega spila í næstu undankeppni.

Hvernig yrði byrjunarliðið þá?
Ef Davíð myndi ætla sér að stilla upp byrjunarliði sem getur tekið þátt í næstu undankeppni, úr hópnum sem hann er með núna, þá er þetta byrjunarlið sem hann getur stillt upp:

Markvörður: Elías Rafn Ólafsson (Hákon Rafn Valdimarsson)

Vörn:
Ísak Óli Ólafsson
Finnur Tómas Pálmason
Róbert Orri Þorkelsson
Valgeir Lunddal Friðriksson

Miðja:
Andri Fannar Baldursson
Kolbeinn Þórðarson
Þórir Jóhann Helgason

Framherjar:
Bjarki Steinn Bjarkason
Brynjólfur Andersen Willumsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner