Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Ekki í boði að spila svona illa í Chelsea treyjunni"
Mynd: Getty Images
Chelsea komst í undanúrslit enska bikarsins með 0-1 sigri gegn Leicester City í 8-liða úrslitunum í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik og gerði Frank Lampard þrjár skiptingar. Ross Barkley, Mateo Kovacic og Cesar Azpilicueta komu inn fyrir Bobby Gilmour, Mason Mount og Reece James.

Barkley var í viðtali við BT Sport að leikslokum og var spurður út í hálfleiksræðu Lampard. Barkley kom inn og skoraði eina mark leiksins, en Lampard var ekki sérlega sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir sigur.

„Í hálfleik sagði hann einfaldlega að þetta væri ekki nógu gott. Það væri ekki í boði að spila svona illa í Chelsea treyjunni," sagði Barkley.

„Við létum ekki heyra nóg í okkur á vellinum. Ég hefði getað átt betri sendingar á lokaþriðjungnum. Ég gat gert betur, ég og aðrir."
Athugasemdir
banner
banner
banner