Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. júlí 2021 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hamar gulltryggði sæti sitt í átta-liða úrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hamar gulltryggði sér í kvöld sæti í átta-liða úrslitum 4. deildar karla með endurkomusigri á KFB á útivelli, 1-2.

Hamar er núna með 26 stig eftir 11 leiki og fer áfram úr B-riðlinum ásamt KH. Uppsveitir lögðu SR að velli og Skallagrímur og Smári skildu jöfn í hinum leikjum kvöldsins í B-riðli 4. deildar.

Í A-riðlinum var einn leikur þar sem KFR lagði Ísbjörninn að velli. Trausti Rafn Björnsson og Hjörvar Sigurðsson komu KFR í 0-2. Ronald Andre Olguín González klóraði svo í bakkann undir lokin. KFR er í fimmta sæti A-riðils með 15 stig og er Ísbjörninn með 12 stig í fimmta sæti.

A-riðill:
Ísbjörninn 1 - 2 KFR
0-1 Trausti Rafn Björnsson ('58)
0-2 Hjörvar Sigurðsson ('71)
1-2 Ronald Andre Olguín González ('95)

B-riðill:
SR 0 - 2 Uppsveitir
0-1 Víkingur Freyr Erlingsson ('5)
0-2 Pétur Geir Ómarsson ('84)

KFB 1 - 2 Hamar

Skallagrímur 0 - 0 Smári
Athugasemdir
banner