PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 12:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þeir líklegustu til að taka við Man Utd
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ruud van Nistelrooy stýrir United til bráðabirgða og er líklegastur til að taka við.
Ruud van Nistelrooy stýrir United til bráðabirgða og er líklegastur til að taka við.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag var núna rétt áðan rekinn frá Manchester United eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Hans síðasti leikur var tapleikur gegn West Ham í gær.

Ruud van Nistelrooy tekur við liðinu til bráðabirgða á meðan leitað er að nýjum stjóra.

Samkvæmt veðbönkum er Van NIstelrooy líklegastur til að taka við liðinu til frambúðar.

Þessir eru líklegastir í starfið samkvæmt veðbönkum:
1. Ruud van Nistelrooy
2. Ruben Amorim
3. Gareth Southgate
4. Xavi
5. Thomas Frank
6. Michael Carrick
7. Kieran McKenna
8. Graham Potter
9. Max Allegri
10. Zinedine Zidane

Hollendingurinn Ten Hag vann tvo bikara sem stjóri United; deildabikarinn 2023 og enska bikarinn 2024. Gengi liðsins í deildinni og í Evrópu á síðasta tímabil og þessu sem nú er í gangi hefur verið langt frá því að vera viðunandi og því var ákveðið að láta Ten Hag fara.

Man Utd er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir. Sigrarnir eru einungis þrír og mörk skoruð einungis átta. Einungis Southampton og Crystal Palace hafa skorað færri mörk. Stigin eftir þrjá leiki í Evrópudeildinni eru einungis þrjú.
Athugasemdir
banner