PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 11:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag rekinn (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að reka Erik ten Hag úr starfi. Hann hafði verið stjóri liðsins frá því að hann tók við vorið 2022.

United tilkynnti tíðindin rétt í þessu og kemur fram að Ruud van Nistelrooy, aðstoðarmaður Ten Hag, taki við til bráðabirgða.

Hollendingurinn Ten Hag vann tvo bikara sem stjóri United; deildabikarinn 2023 og enska bikarinn 2024. Gengi liðsins í deildinni og í Evrópu á síðasta tímabil og þessu sem nú er í gangi hefur verið langt frá því að vera viðunandi og því var ákveðið að láta Ten Hag fara.

Síðasti leikur hans sem stjóri United var gegn West Ham í gær, sá leikur endaði með 2-1 sigri West Ham.

Man Utd er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir. Sigrarnir eru einungis þrír og mörk skoruð einungis átta. Einungis Southampton og Crystal Palace hafa skorað færri mörk. Stigin eftir þrjá leiki í Evrópudeildinni eru einungis þrjú.


Athugasemdir
banner
banner
banner