Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2020 12:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Freyr í Viking (Staðfest)
Mynd: Víkingur R.
„Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Axel Frey Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur til félagsins frá Gróttu," segir í færslu Reykjavíkur Víkinga á Facebook.

Axel er 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem skoraði sex mörk í nítján leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra. Í ár spilaði hann sautján leiki í Pepsi Max-deildinni en komst ekki á blað.

Grótta féll í sumar.

Axel er uppalinn í Breiðabliki en hafði leikið með Fram áður en hann skipti yfir í Gróttu fyrir tímabilið 2018.

„Víkingur hefur fylgst lengi með Axel Frey með það í huga að fá hann í hópinn og nú bjóðum við hann hjartanlega velkominn til félagsins," segir einnig í færslu Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner