Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. nóvember 2023 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Man City fá mikla gagnrýni - „Rodri búinn að vera hræðilegur"
Mynd: EPA
Síðari hálfleikur er farinn af stað í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en Manchester City er tveimur mörkum undir á heimavelli gegn RB Leipzig.

Lois Openda skoraði bæði mörkin. Liðin berjast um efsta sætið í riðlinum en liðin eru jöfn að stigum en City á toppnum eins og staðan er núna.

City liðið leit ansi illa út í fyrri hálfleiknum en Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson gagnrýndu liðið í umfjölluninni á Stöð 2 Sport í hálfleik.

„Gríðarlega 'soft' varnarleikur hjá Akanji (í fyrra markinu). Vel klárað hjá Openda en City eru búnir að vera ólíkir sjálfum sér, sem dæmi er Rodri búinn að vera hræðilegur í þessum leik, með hverja feilsendinguna á fætur annari," sagði Arnar.

„Þetta gerist í hvaða fótboltaleik sem er, ef hitt liðið er að vanmeta andstæðinginn þá bíðuru hættunni heim. Þetta gæti orðið dýrkeypt ef City er að missa af fyrsta sætinu."

„Annað markið er eiginlega enn verra varnarlega séð. Þú ert með dýra varnarmenn hjá City. Dias selur sig algjörlega og hræðilegur varnarleikur hjá Gvardiol. Þú beinir honum niður á vinstri löppina og hvað kostar hann? 100 milljónir punda. Getum við ekki sett kröfu á það að hann sýni smá betri varnarleik en hann sýndi þarna," sagði Arnar.

„Það hlýtur að vera einhver þreyta. Af öftustu fjórum eða inn á miðjunni eru hægir og virka þreyttir," sagði Jói Kalli.

Pep Guardiola gerði skiptingu í hálfleik en Ruben Dias var tekinn af velli og Nathan Ake kom inn á.


Athugasemdir
banner
banner
banner