Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Trent gæti byrjað gegn City á sunnudaginn
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Stórleikur Liverpool og Manchester City fer fram á sunnudaginn. Liverpool er að fljúga með með himinskautum en City í miklu brasi um þessar mundir.

Arne Slot stjóri Liverpool sagði í dag að bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold væri búinn að jafna sig á meiðslum og gæti byrjað leikinn.

Conor Bradley, sem lék frábærlega í hægri bakverðinum í 2-0 sigrinum gegn Real Madrid, er tæpur fyrir leikinn en hann varð fyrir einhverjum meiðslum í gær. Slot segir ekki enn ljóst hvort Bradley og Ibrahima Konate gætu verið með í leiknum um helgina.

Þrátt fyrir að City sé án sigurs í sex síðustu leikjum þá býst Slot við erfiðum leik gegn Englandsmeisturunum.

„Þeir eru enn virkilega gott lið. Ég tel að Pep Guardiola sé besti stjóri í heimi. Hann finnur alltaf lausnir við vandamálunum. Við vitum öll að hann mun finna lausn en vonandi ekki fyrir sunnudaginn!" sagði Slot á fréttamannafundi í dag.
Hvernig fer Liverpool - Man City næsta sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner