Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 29. janúar 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Betis að sækja annan leikmann frá Man Utd?
Real Betis gæti verið að sækja annan leikmann sem hefur valdið vonbrigðum hjá Manchester United.

Betis sótti Antony á láni fyrr í mánuðinum og núna gæti vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia verið á leið til félagsins.

Malacia má fara frá Man Utd á næstu dögum þar sem félagið er að krækja í Patrick Dorgu, tvítugan vinstri bakvörð frá Lecce á Ítalíu.

Malacia er 25 ára gamall og hefur ekki náð sér á strik eftir slæm hnémeiðsli sem héldu honum frá keppni í rúmt ár. Hann er ekki talinn vera partur af áformum Rúben Amorim.

Betis hefur spurst fyrir um Malacia en liðið er sem stendur í tíunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner