Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 29. mars 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Auknar líkur á að Arsenal fái Fresneda
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano telur að hægri bakvörðurinn Ivan Fresneda muni yfirgefa Real Valladolid í sumar.

Hann er 18 ára gamall og var orðaður við brottför frá liðinu í janúar. Arsenal er meðal leikmanna sem hafa áhuga og Romano telur auknar líkur á að hann fari þangað.

Borussia Dortmund og fleiri félög hafi einnig áhuga á honum en ljóst sé að Fresneda vilji sjálfur takast á við nýja áskorun á sínum ferli.

Fresneda verður líklega dýrasti leikmaður í sögu Valladolid, slæt 12 milljóna evra met Mohammed Salisu þegar hann var keyptur til Southampton.
Athugasemdir
banner