Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mán 29. maí 2023 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Hlín jafnaði metin í lokin - Markalaust hjá Brynjari
Hlín hefur komið að átta mörkum í tíu leikjum í deildinni
Hlín hefur komið að átta mörkum í tíu leikjum í deildinni
Mynd: Kristianstad
Hlín Eiríksdóttir skoraði annan leikinn í röð er Kristianstad og Hammarby gerðu 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Valsarinn skoraði fjórða mark sitt í sænsku deildinni á þessu tímabili er hún jafnaði metin undir lok leiks gegn Hammarby.

Hlín hefur verið með bestu leikmönnum deildarinnar til þessa en hún hefur einnig lagt upp fjögur mörk í tíu leikjum. Amanda Andradóttir sat allan tímann á bekknum hjá Kristianstad sem er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn fyrir sænska meistaraliðið Häcken sem vann 4-1 sigur á Gautaborg. Adam Ingi Benediktsson sat á bekknum hjá Gautaborg. Häcken er í 3. sæti með 22 stig en Gautaborg í 14. sæti með 7 stig.

Oskar Sverrisson spilaði í vörn Varberg sem gerði 1-1 jafntefli við Degerfors. Varberg er í neðsta sæti með 5 stig.

Þá spilaði Brynjar Ingi Bjarnason allan leikinn í vörn Ham/Kam sem gerði markalaust jafntefli við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni. Ham/Kam er í 13. sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner