Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. júlí 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds búið að missa af De Ketelaere
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Leeds sé búið að missa af belgíska framherjanum Charles De Ketelaere eftir að Club Brugge samþykkti kauptilboð frá AC Milan.


Club Brugge hafði samþykkt tilboð frá Leeds fyrir nokkru síðan en leikmaðurinn vildi frekar fara til Ítalíumeistaranna og kaus að bíða eftir að ítalska félagið kæmist að samkomulagi við það belgíska um kaupverð.

Það hafðist á dögunum og segja sérfræðingar að tilboð Milan hafi verið lægra heldur en tilboðið frá Leeds. Club Brugge hafi tapað nokkrum milljónum á því að leyfa leikmanninum að velja næsta áfangastað.

De Ketelaere er aðeins 21 árs gamall en á nú þegar 8 landsleiki að baki fyrir sterkt landslið Belgíu. Hann leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður eða kantmaður og hefur spilað mikið sem fremsti sóknarmaður í liði Brugge.

Gríðarlega fjölhæfur, hávaxinn og teknískur leikmaður sem Milan er talið borga 35 milljónir evra fyrir. Tilboðið frá Leeds var nær 40 milljónum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner