Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. september 2015 16:30
Venni Páer
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Chelsea
Venni Páer
Venni Páer
Mynd: Getty Images
Það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta lið yrði í basli framan af vetri en nái síðan að rétta aðeins úr kútnum þegar líður á næsta sumar. Liðinu hefur reyndar gengið betur en ég átti von á og á hrós skilið fyrir að hafa náð að halda WBA, Bournemouth og Stoke fyrir neðan sig fram að þessu. Ég geri mér grein fyrir að einhverjir eru mér hugsanlega ósammála en munurinn liggur í því að ég hef rétt fyrir mér.

Það eru augljósar ástæður fyrir slæmu gengi Chelsea á þessum tímapunkti. Á meðan tekjur leikmanna hafa nokkurnvegin staðið í stað hefur verð á mjólk og brauðmeti hækkað talsvert sem hefur skiljanlega haft talsverð áhrif á hag leikmanna og þeirra nánustu.
Það sem endanlega svipti leikmenn liðsins allri öryggistilfinningu var svo þegar Mourinho útilokaði læknateymið frá leikjum og æfingum liðsins en þar á meðal var geðlæknir Diego Costa.

Facebook síða Venna Páer 

Sjá einnig:
Eldri pistlar Venna Páer
Athugasemdir
banner
banner
banner