Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 29. september 2020 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Van Dijk og Salah: Þetta eru gæði
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði gegn Liverpool í gærkvöldi þar sem heimamenn á Anfield voru betri allan leikinn og verðskulduðu 3-1 sigur.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var svekktur að leikslokum og lýsti yfir hrifningu sinni á frábæru Liverpool liði. Hann talaði meðal annars um hversu auðvelt það virðist vera fyrir Liverpool að losna undan pressu þökk sé gæðunum í leikmönnum liðsins.

„Þeir stjórna öllum hliðum leiksins og hafa sett standardinn ótrúlega hátt. Þetta er einn erfiðasti útivöllur í heimi og hefur verið í nokkur ár," sagði Arteta meðal annars eftir tapið.

„Það er erfitt að losna undan pressunni þeirra en þegar það tekst þá er komið að Van Dijk. Hann vinnur boltann og tekur 50 metra sendingu á Mo Salah og þeir eru lausir undan pressunni. Þetta eru gæði."
Athugasemdir
banner
banner