Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 29. október 2020 20:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Tæpt ár frá síðasta marki Kolbeins - Kom inn á í kvöld
Úr landsleiknum gegn Rúmeníu fyrr í þessum mánuði.
Úr landsleiknum gegn Rúmeníu fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sirius 0 - 0 AIK

Lokaleikur 19. umferðar sænsku Allsvenskan fór fram í kvöld. Það var viðureign Sirius og AIK. Nítjánda umferð fór að mestu leyti fram um miðjan september en tveimur leikjum var frestað og fóru þeir leikir fram í þessari viku.

Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá AIK og kom hann inn á sem varamaður í markalausu jafntefli í kvöld. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Kolbeinn kemur inn á sem varamaður hjá AIK. Í kvöld lék hann 24 mínútur, á mánudag lék hann hálftíma og fyrir rúmri viku lék hann eina mínútu. Þar áður var landsleikjahlé þar sem hann lék alls 25 mínútur í tveimur innkomum.

Fyrir landsleikjahlé kom hann svo inn á í tveimur leikjum með AIK. Þeir tveir leikir komu eftir tveggja leikja törn þar sem Kolbeinn var ekki í hópnum. Það þarf því að fara tvo mánuði til baka til að finna síðasta byrjunarliðsleik Kolbeins fyrir AIK en hann byrjaði þrjá leiki í röð í seinni hluta ágúst.

Kolbeinn hefur ekki skorað í þrettán deildarleikjum á tímabilinu en hann hefur lagt upp tvö mörk á 511 mínútum. Þegar skoðað er lengra til baka þá kemur í ljós að síðasta mark Kolbeins kom í lokaleik Allsvenskan á síðustu leiktíð, þann 2. nóvember fyrir tæpu ári síðan.


Athugasemdir
banner
banner