Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. nóvember 2019 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bose-mótið: KR vann riðilinn - Stórsigur á Víkingi
Tobias skoraði tvö.
Tobias skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 0 - 4 KR
Mörk KR: Tobias Thomsen, Hjalti Sigurðsson og Oddur Ingi Bjarnason.

Íslandsmeistarar KR fara vel af stað á þessu undirbúningstímabili, en í kvöld tryggðu KR-ingar sér sæti í úrslitaleik Bose-mótsins með 4-0 sigri á lærisveinum Arnars Gunnlaugssonar í Víkingi.

Danski sóknarmaðurinn Tobias Thomsen kom KR-ingum á bragðið og hann skoraði aftur fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir KR, Tobias með bæði mörkin.

KR bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Hjalti Sigurðsson og Oddur Ingi Bjarnason skoruðu.

KR mun spila til úrslita í Bose-mótinu eftir að hafa unnið alla leiki sína í riðlinum. Víkingur endar með þrjú stig.

KR mun mæta sigurliðinu úr A-riðli í úrslitaleiknum. Svona er staðan í A-riðli:

Valur - 4 stig
KA - 3 stig
Stjarnan - 3 stig
Breiðablik - 1 stig

Riðlarnir tveir í Bose-mótinu klárast á morgun með þremur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner