Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. nóvember 2022 12:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Mane stappaði stálinu í ungan fótboltamann á sjúkrahúsinu
Sadio Mane og Maxi Scharfetter.
Sadio Mane og Maxi Scharfetter.
Mynd: Maxi Scharfetter/Instagram
Senegalska stjórstjarnan Sadio Mane hjá Bayern München meiddist rétt fyrir HM og getur því ekki tekið þátt í mótinu. Hann fór í hnéaðgerð sem framkvæmd var í Austurríki.

Á sama gangi á sjúkrahúsinu var ungur fótboltamaður sem hafði hlotið sambærileg meiðsli. Maxi Scharfetter heitir hann og hafði sem krakki verið á vellinum og fylgst með Mane þegar hann lék fyrir Red Bull Salzburg.

„Ég fór í aðgerð og um kvöldið var ég á Instagram og vinur minn sendi mér frétt um að Mane væri á sama sjúkrahúsi. Ég spurði vini mína hvort ég ætti að reyna að fá mynd af mér með honum. Ég vildi samt sýna virðingu, hann er meiddur og örugglega miður sín yfir því að missa af HM," segir Scharfetter.

Á endanum taldi hann sig ekki getað sleppt því að reyna að hitta Mane og fann herbergið hans.

„Ég heilsaði honum og hann heilsaði strax á móti og sagði: 'Hvernig ertu vinur? Hvað kom fyrir?', hann talaði við mig eins og við værum nánir vinir. Ég fékk ekki bara myndina því við spjölluðum saman í rúmlega klukkutíma."

„Hann var mjög hvetjandi og sagði meðal annars að meiðslin væru af ástæðu, það væri eitthvað stærra sem biði eftir þau. Hann bað mig um að lofa sér að ég myndi leggja mikið á mig. Sadio er einn besti fótboltamaður heims og hefur unnið allt," segir Scharfetter. „Þegar ég yfirgaf herbergið þá sagði hann við mig 'Kannski spilum við saman úrslitaleik Meistaradeildarinnar einn daginn'. Hann var mér mikil hvatning."


Athugasemdir
banner
banner
banner