banner
   mán 30. janúar 2023 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Matias Vina til Bournemouth (Staðfest)
Mynd: EPA

Úrúgvæski landsliðsbakvörðurinn Matias Vina er orðinn leikmaður Bournemouth á sex mánaða lánssamningi frá AS Roma.


Vina spilaði 37 leiki á sínu fyrsta tímabili hjá Roma en tókst ekki að hrífa Jose Mourinho nægilega mikið. Hann á 28 leiki að baki fyrir Úrúgvæ og mun berjast við Jordan Zemura og Lloyd Kelly um sæti í byrjunarliðinu.

Bournemouth getur fest kaup á Vina fyrir 15 milljónir evra, sem er aðeins hærri upphæð en Roma borgaði fyrir leikmanninn sem var keyptur frá Palmeiras sumarið 2021.

Það er nóg að gera innan herbúða Bournemouth og á félagið eftir að tilkynna að minnsta kosti tvo leikmenn til viðbótar fyrir gluggalok annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner