Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. mars 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi skýtur á stjórn Barcelona: Vorum settir undir smásjána
Mynd: Getty Images
Lionel Messi sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag. Þar greinir hann frá því að leikmenn hefðu samþykkt að taka á sig launalækkun.

„Við höfum ALLTAF verið tilbúnir að taka á okkur launalækkanir því við skiljum fullkomlega stöðuna sem er í gangi," stendur í færslu Messi sem heldur svo áfram.

„Við erum hissa á þeirri staðreynd að fólk innan félagsins hafi sett okkur leikmenn undir smásjá til að setja pressu á okkur að gera það sem við vorum frá upphafi reiðubúnir að gera."

„Þrátt fyrir að viðræður hafi tekið nokkra daga var það til að fara yfir hvernig launagreiðslum til annars starfsfólk væri háttað. Við töluðum ekki opinberlega fyrr en nú því að við vorum að leita lausna sem gætu virkilega hjálpað félaginu og öðrum sem þurfa mest á hjálp að halda á þessum tímum,"
sagði Messi.


Athugasemdir
banner
banner
banner