Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. mars 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagna varð pirraður: Það skildi enginn af hverju Persie var seldur
Mynd: Getty Images
Alex Song fór sama ár sumar og Van Persie.
Alex Song fór sama ár sumar og Van Persie.
Mynd: Getty Images
Bacary Sagna, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester Cty, segir frá því í viðtali að vistaskipti Robin van Persie til Manchester United frá Arsenal hafi verið gífurlega furðulegt og vakið upp reiði hjá honum.

Van Persie skoraði 37 mörk leiktíðina áður en hann var seldur til keppinautanna og Sagna er á því að Arsenal hefði átt að gera meira til að halda í framherjann.

„Ég var pirraður, ekki þegar Fabregas fór (til Barcelona) - vegna þess að það var augljóst að það myndi gerast - ekki heldur þegar Nasri fór (til City) heldur þegar Robin fór," sagði Sagna.

„Það var eins og yfirlýsing frá félaginu. Félagaskiptunum var háttað á þann veg að enginn skildi af hverju því hann var sjóðandi hjá Arsenal. Hann var öðruvísi leikmaður, eins og dýr á vellinum, markavél. Þegar hann fór hugsaði ég af hverju Arsenal reyndi ekki meira til að að halda í hann."

„Jafnvel þó það hefði kostað mikinn pening þá hefði alltaf þurft að eyða í nýjan leikmann. Og ef þú vilt vinna eitthvað þá mun það taka tíma fyrir nýja leikmanninn að aðlagast. Ég skildi þetta aldrei og ekki heldur þegar Alex Song fór. Þeir fóru báðir á sama tíma og ég komst að því þegar ég las franska miðla. Það gerði mig mjög pirraðan."


Sagna hélt sjálfur til Manchester tveimur árum seinna, til bláa liðsins, og viðurkennir að félagið reyndi ekki mikið til að halda sér.

„Ef þeir hefðu viljað halda mér hefði ég verið áfram. Mér fannst menn ekki reyna allt til að halda mér. Ég var ekki að búast við þeim hlaupandi á eftir mér en ég bjóst við smá ást þar sem ég hafði verið á sömu launum í sex ár án þess að biðja um launahækkun," sagði Sagna að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner