Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 30. maí 2021 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Óskar gekk frá ÍA, HK vann og Emil skúrkur
Stórkostlegur leikmaður.
Stórkostlegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry er búinn að skora sitt fyrsta mark í Pepsi Max í sumar.
Kjartan Henry er búinn að skora sitt fyrsta mark í Pepsi Max í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK vann sinn fyrsta leik.
HK vann sinn fyrsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil fékk dýrkeypt rautt spjald.
Emil fékk dýrkeypt rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír leikir að klárast í Pepsi Max-deild karla. Á Meistaravöllum mættust gömlu erkifjendurnir í KR og ÍA.

Skagamenn ætluðu sér að vera þéttir fyrir en upplegg þeirra gekk svo sannarlega ekki upp til að byrja með því Óskar Örn Hauksson kom KR yfir eftir aðeins sex mínútna leik.

Stuttu síðar skoraði Kjartan Henry Finnbogason sitt fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Kennie og Kjartan komust inn í teig ÍA þar sem Kennie er með boltann og kemst í gegnum varnarmenn ÍA og kemur boltanum á KHF sem skorar af öryggi fram hjá Dino," skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í beinni textalýsingu úr Vesturbæ.

Skagamenn hefðu getað minnkað muninn fyrir lekhlé. Morten Beck fékk góð færi til að gera svo en tókst ekki að koma boltanum í netið.

Á upphafssekúndum seinni hálfleiks minnkaði ÍA muninn. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark. „Litla markið hjá Ísaki sem fær boltann fyrir utan teig KR og einfaldlega neglir honum upp við vinstri markstöng KR. Óverjandi," skrifaði Matthías.

Það var mikið líf í Skagamönnum í seinni hálfleik en möguleikar þeirra fóru þegar Óskar Örn gerði sitt annað mark í leiknum á 74. mínútu. Dino Hodzic, markvörður ÍA, gerði slæm mistök í aðdraganda marksins þegar hann var of lengi á boltanum. Kjartan Henry pressaði hann og í kjölfarið barst boltinn á Óskar sem gerði frábærlega.

Lokatölur 3-1 fyrir KR og er þetta fyrsti heimasigur liðsins síðan 13. júlí í fyrra þegar þeir unnu Breiðablik, 3-1. KR er komið með 11 stig í fjórða sæti. ÍA er með fimm stig í tíunda sæti.

HK vann sinn fyrsta leik
Í Kórnum vann HK sinn fyrsta leik í sumar þegar þeir tóku á móti nýliðum Leiknis. Nýliðarnir hafa verið sprækir það sem af er og unnu meðal annars FH í síðustu umferð.

HK spilaði frábærlega í seinni hlutanum í fyrri hálfleik. Jón Arnar Barðdal og Birnir Snær Ingason komu HK í 2-0 og Stefan Alexander Ljubicic hefði getað komið þeim í 3-0 fyrir leikhlé. Hann klikkaði hins vegar á vítapunktinum í annað sinn í sumar. HK lætur örugglega einhvern annan taka næsta víti.

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, hefur verið frábær í sumar og hann minnkaði muninn í miðbik seinni hálfleiks. Breiðhyltingar bönkuðu svo sannarlega á dyrnar undir lokin en HK-ingar héldu út og lönduðu loksins sigri.

HK er með sex stig í níunda sæti. Leiknir er í sjöunda sæti með átta stig.

Emil skúrkur í Árbæ
Stjarnan, sem hefur verið í miklum vandræðum í sumar, mætti í Árbæinn og byrjaði vel.

Þeir komust yfir þegar Daninn Magnus Anbo skoraði um miðbik fyrri hálfleiks. „Fly on the Wings of love" syngja Silfurskeiðarmenn hátt hérna í stúkunni til heiðurs markaskorarans Magnus Anbo," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í beinni textalýsingu eftir mark Stjörnunnar.

Það dró svo til tíðinda eftir markið. Emil Atlason fékk þá beint rautt spjald fyrir að reka hnéð í Arnór Gauta Jónsson, leikmann Fylkis. Gríðarlega heimskulegt hjá Emil og þetta gerði Stjörnumönnum mjög erfitt fyrir.

Rauða spjaldið kom á 37. mínútu leiksins. Stjarnan náði að halda út alveg fram á 80. mínútu en þá jafnaði Djair Parfitt-Williams fyrir Fylki.

Það var mikil spenna undir lokin en hvorugt lið náði að skora. Jafntefli niðurstaðan. Fylkir er í áttunda sæti með sjö stig en Stjarnan er komið upp í 11. sæti með þrjú stig. Keflavík er núna á botninum en á auðvitað leik til góða á Stjörnuna.

HK 2 - 1 Leiknir R.
1-0 Jón Arnar Barðdal ('32 )
2-0 Birnir Snær Ingason ('38 )
2-0 Stefan Alexander Ljubicic ('42 , misnotað víti)
2-1 Sævar Atli Magnússon ('69 )
Lestu nánar um leikinn

Fylkir 1 - 1 Stjarnan
0-1 Magnus Anbo Clausen ('24 )
1-1 Djair Terraii Carl Parfitt-Williams ('80 )
Rautt spjald: Emil Atlason, Stjarnan ('37)
Lestu nánar um leikinn

KR 3 - 1 ÍA
1-0 Óskar Örn Hauksson ('7 )
2-0 Kjartan Henry Finnbogason ('13 )
2-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('46 )
3-1 Óskar Örn Hauksson ('77 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner