Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. október 2020 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Magnamenn skúffaðir og ætla leita réttar síns
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er drullufúlt. Ætlum að leita einhverjar réttar í þessu, hvort að það sé eitthvað. Við munum skoða það. Ég get ekki trúað því. Skúffaðir að mótið sé búið. Hef fulla trú á að við hefðum haldið okkur uppi,“ sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, í samtali við Vísi í kvöld.

Magni endar í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og leika því í 2. deild karla á komandi leiktíð. Liðið fellur á einu marki, Þróttur R. var með betri markatölu. Íslandsmótinu var slaufað í dag en tvær umferðir voru ókláraðar.

„Af hverju er verið að flýta sér að klára mótið. Það er kannski hægt að horfa í það að lið eru að senda erlenda leikmenn heim en þetta er Íslandsmót og þó einhverjir leikmenn fari heim eigum við samt að geta klárað mótið. Af hverju á það að bitna mótinu? Við hefðum getað haft lengri böffer þess vegna. Ég skil höfuðborgarsvæðið, að fá ekki að æfa með neinu contact. Við höfum haldið geðheilsunni síðustu vikurnar," sagði Svenni.

Í viðtalinu við Vísi var hann einnig spurður út í hvað hann horfi í þegar hann sér að það vantaði einungis eitt mark til þess að Magni yrði í 10. sæti en ekki 11. sætinu.

Sjá einnig:
Baldvin Ólafsson: Ekki séð yfirlýsingu á KSÍ um að þessi lið séu fallin
Athugasemdir
banner
banner