Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. nóvember 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lingard: Hugarfar algjört lykilatriði
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard hefur verið mikið gagnrýndur á árinu en í fyrra þótti hann heitur biti og var byrjunarliðsmaður hjá enska landsliðinu og Manchester United.

Hann hefur verið hörmulegur á dagatalsárinu og er búinn að tapa landsliðssæti sínu. Hann er þó staðráðinn í að komast aftur á sama stall og hann var á áður og vinna sér inn sæti í enska landsliðshópnum fyrir EM á næsta ári.

„Ég finn fyrir hungrinu og viljanum til að endurheimta byrjunarliðssætið mitt. Þetta snýst um að verða aftur gamli Jesse Lingard sem allir þekkja," sagði Lingard.

„Sjálfstraust og hugarfar eru algjör lykilatriði á svona stundum. Ég er leikmaður sem vill skora og leggja upp og ég þarf að byrja að gera það aftur til að líða vel. Mér líður eins og ég sé hægt og rólega á leið aftur á leið í gott form."

Lingard verður 27 ára eftir tvær vikur. Hann bar fyrirliðabandið og skoraði í 2-1 tapi gegn Astana á fimmtudaginn. Hann hefur trú á því að Rauðu djöflarnir geti unnið til verðlauna á leiktíðinni.

„Markmiðið mitt er að vinna bikar á tímabilinu, það væri frábært fyrir liðsandann. Við erum enn í mörgum keppnum og getum því unnið til verðlauna."
Athugasemdir
banner