
Það er stórleikur framundan í C-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld þegar Pólland mætir Lionel Messi og félögum í Argentínu.
Argentína er örugg áfram með sigri. Ef Argentína gerir jafntefli kemst liðið bara áfram ef Sádarnir gera jafntefli í sínum leik gegn Mexíkó. Ef Argentína gerir jafntefli og Sádar vinna eru Argentínumenn úr leik. Pólland fer áfram með sigri og mögulega jafntefli líka.
Argentína er örugg áfram með sigri. Ef Argentína gerir jafntefli kemst liðið bara áfram ef Sádarnir gera jafntefli í sínum leik gegn Mexíkó. Ef Argentína gerir jafntefli og Sádar vinna eru Argentínumenn úr leik. Pólland fer áfram með sigri og mögulega jafntefli líka.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, landsliðskona, spáir í þennan áhugaverða leik sem er framundan er.
Pólland 1 - 2 Argentína
Argentína klárar þennan leik, en tæpt verður það. Lewandowski kominn á bragðið og verður ógnandi. Argentína ekki verið sannfærandi en það er erfitt að halda ekki með Messi.
Svona er HM í dag #fotboltinet https://t.co/xHqsM9lze1
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 30, 2022
Athugasemdir