
Wojciech Szczęsny varði vítaspyrnu frá Lionel Messi eftir að hafa brotið á honum.
Vítaspyrnan var dæmd eftir að Argentínumenn heimtuðu að fá hana. Dómari leiksins fór í skjáinn og ákvað að dæma vítaspyrnu.
Szczesny fór út í teiginn og kýldi Messi þegar hann ætlaði að kýla boltann í burtu.
Messi steig á punktinn og Szczesny gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. Rétt eins og Hannes Þór Halldórsson gerði gegn Messi á HM 2016 eins og alþjóð veit.
Lionel Messi steig á vítapunktinn en Szczęsny sá við honum! Önnur vítaspyrnan sem Pólverjinn ver á mótinu. pic.twitter.com/PO9I5nirvS
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 30, 2022
Athugasemdir