Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 31. janúar 2017 22:07
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Stjarnan í úrslit eftir sigur á Víkingi Ó.
Guðjón Baldvins skoraði í kvöld.
Guðjón Baldvins skoraði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Guðjón Baldvinsson ('51)
2-0 Máni Austmann Hilmarsson ('59, víti)

Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitum Fótbolta.net mótsins með 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í Kórnum í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik náði Guðjón Baldvinsson að brjóta ísinn snemma í síðari hálfleik.

Máni Austmann Hilmarsson bætti síðan við marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Máni er 18 ára en hann kom aftur til Stjörnunnar í vetur eftir dvöl í Danmörku.

Stjarnan tryggði sér sigur í riðli eitt með þessum úrslitum en liðið mætir FH í úrslitaleik í Kórnum á laugardaginn. Tímasetningar á leikjum um sæti verða staðfestar á morgun.

Riðill 1 - Lokastaða:
1. Stjarnan 7 stig
2. ÍA 6 stig
3. Grindavík 2 stig
4. Víkingur Ó. 1 stig

Leikir um sæti:

Úrslitaleikur
Stjarnan - FH

Leikur um 3. sæti
ÍA - ÍBV

Leikur um 5. sæti
Breiðablik - Grindavík

Leikur um 7. sæti
Keflavík - Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner
banner